Domaine Nico

Laura Catena – Víngerðarmaður

Domain Nico er nefnt eftir dóttur Lauru, Nicola, sem heiðrar langafa Lauru, Nicola Catena, sem stofnaði Catena Zapata víngerðina árið 1902.

Laura Catena er fjórða kynslóð Argentínskra víngerðamanna, læknir og rithöfundur. Laura fæddist í Mendoza og eyddi æsku sinni með afa sínum Domingo í víngerð fjölskyldunna í litlu þorpi, La Libertad.
Laura útskrífaði með Magna cum Laude frá Hardvard árip 1988 og er með læknisgráður frá Stanford.

Árið 1995 gekk Laura til liðs við föður sinn Nicolás Catena Zapata í fjölskylduvíngerðinni með þá sýn að búa til argentísk vín sem gætu staðið með þeim bestu í heiminum.
Laura stofnaði seinna meir sína eigin víngerð, Luca í Mendoza Argentínu 1999 til að kanna gæði lítilla Old Vine fjölskyldu víngarða í Uco Valley svæðinu í Mendoza.
Laura skiptir nú tíma sínum á milli Mendoza í Argentínu og San Francisco í Kaliforníu.
Dr. Laura Catena hefur verið kölluð ,,andlit Argentínsks víns“ fyrir virkan þátt sinn í að rannsaka og kynna Mendoza vínhéraðið og Malbec.
Lífsmarkmið Lauru eru að læra meira um vínrækt í mikilli hæð og öldrunar möguleika víns.

Roy Urvieta – víngerðamaður Domaine Nico.
Roy ólst upp í La Consulta hverfinu í Mendoza, einu frægasta svæði í Argentínu fyrir há gæða vín. Hann byrjaði nám í tölvunarfræði en eftir að hafa tekið sumarvinnu hjá Catena eitt sumarið þegar hann var 18 ára varð Roy ástfanginn af víngerð.
Roy hélt áfram að starfa sem víngerðarmaður ásamt Alejandro Vigil og Fernando Buscema hjá Catena á meðan hann kláraði háskólagráðuna sína.

Árið 2016 hóf Roy doktorsnám í búfræðum við Háskólann í Buenos Aires með áherslu á skynvísindi.
Doktorsritgerðin hans miðar að því að afhjúpa vísindalegan grundvöll fyrir bragði og ilm Malbec í hinum ýmsu Mendoza vín héröðum. Í dag er Roy að vinna með Lauru Catena við að útfæra gæða Argentínskan Pinot Noir í mikilli hæð.