Bodegas Granbazán, var stofnað árið 1981. Víngerðin er staðsett í hjarta Val do Salnés dalnum á Spáni og er nýklassísk víngerð í hefðbundnum Bordeaux „Château-stíl“.
Öll Granbazán vín eru eingöngu framleidd úr hinni þekktu hvítvíns þrúgu Norður- Spánar, Albariño þrúgunni.
Þessi Albariño vín endurspegla áhrif hins einstaka loftslags sem má finna í Atlantshafinu og þeim steinefnaríka jarðvegi sen má finna í Val do Salnés dalnum.
Vínin eru full af ferskleika og glæsileika, ásamt því að vera gædd óviðjafnanlegum öldrunarmöguleikum.
Þess má geta að Bodegas Granbazán voru tilnefnd nr.78 á lista yfir 100 bestu vínekrur í heimi árið 2024 hjá World's Best Vineyards.
Granbazán vínin eru fín, fáguð og í fullkomnu jafnvægi.
Við erum ákaflega stolt af því að geta boðið upp á vín frá þessum frábæra framleiðenda.